Yfirnáttúruleg reynsla á miðöldum og skilgreining hennar

Málstofan verður í Aðalbyggingu Háskólans laugardaginn 16. mars kl. 13.00-16.30.

Hér er fjallað um hvernig hið yfirnáttúrulega birtist og er skilgreint á miðöldum á Íslandi. Fengist er við birtingarmyndir þess í ýmsum miðaldatextum, s.s. Íslendingasögum, Sturlungu, biskupasögum, lagatextum og riddarasögum. Megináherslan er annars vegar á skilgreiningu og greiningu þess yfirnáttúrulega, hvaða hugtök voru notuð og hvað þau merkja. Hins vegar á reynslu einstaklinganna og aðgang þeirra að hinu annarlega og annarsheimslega. Athyglin beinist ekki síst að tungumálinu sjálfu og hugsuninni. Fengist verður við ýmsar tegundir yfirnáttúru og yfirnáttúrulegrar reynslu (annarsheimsvættir, galdra, kraftaverk, drauma) í samhengi við kynferði, tímahugtakið og samfélagið.

Málstofunni lýkur með umræðum um verkefnið og yfirnáttúru.

 

Fyrirlesarar:

  • Ármann Jakobsson prófessor: Að neyta hinnar neðri leiðar: Tröllamót á kristnitökuskeiði
  • Christopher W.E. Crocker doktorsnemi: Even henchmen have dreams: paranormal dreams of minor saga characters
  • Sean B. Lawing doktorsnemi: Demon Born: Dead-Child Revenants in Old Norwegian Borgarþing Law
  • Gunnvör S. Karlsdóttir doktorsnemi: Atburður eða jartein: yfirnáttúruleg reynsla í kristilegu samhengi á 13. og 14. öld
  • Arngrímur Vídalín Stefánsson doktorsnemi: Skrímslin á jaðrinum

Málstofustjórar: Ásdís Egilsdóttir prófessor (fyrri hluti) og Torfi H. Tulinius prófessor (seinni hluti)

 

Útdrættir:

Ármann Jakobsson prófessor: „Að neyta hinnar neðri leiðar: Tröllamót á kristnitökuskeiði“

Í íslenskum miðaldatextum eru ýmsar frásagnir sem snúast um að manneskja verður fyrir reynslu sem hún flokkar sem yfirnáttúrlega þó að raunar sé yfirleitt notaður annar hugtakaforði. Þessi reynsla einkennist af óvissu sem getur vakið bæði ugg og ótta en undrin eru þó af ýmsu tagi og leiðirnar til að ná utan um þau margvíslegar. Í Ólafs sögu Tryggvasonar er sagt frá því þegar tveir hirðmenn konungsins verða vitni af fundi trölla sem ræða konunginn og kristniboð hans og áhrif þess á þau. En hver eru þessi tröll? Hvað einkennir þau helst og hvernig verða þau skilin?

 

Christopher W.E. Crocker doktorsnemi: “Even a henchman can dream: Dreaming at the margins in Brennu-Njáls saga”

Dream-episodes constitute a common literary element present throughout much of medieval Icelandic literature, and Brennu-Njáls saga is no exception. Several such scenes are centered about some of the central characters and events in the saga. While certain other dream-episodes seem to shed light rather on considerably marginal characters, and are unsurprisingly similarly slight. A close reading of a scene concerning the verkstjóri ‘overseer’ Kolr’s apparent dream of his own death, alongside a discussion of equally marginal dreamers in the saga, however reveals that these brief episodes can nevertheless carry great and varied meanings outside of their seemingly narrow context. This highlights an essential ingredient in the narrative mastery of the saga, perhaps of the saga author, an extraordinary attention to detail.

 

Sean B. Lawing doktorsnemi: “Demon Born: Dead-Child Revenants in Old Norwegian Borgarþing Law”

The earliest Christian laws of Norway prescribe the abandonment of deformed infants. Unlike its regional counterparts, however, the Older Borgarþing Christian Law – thought to hail from the 12th century – goes further; for infants possessing certain deformities, it withholds the sacrament of baptism.  Such infants are instead to be exposed at a remote location – a forve – where a cairn is to be erected around it. The location is henceforth shunned by all as a place of evil. Rather than dwelling on the verisimilitude of described deformities, this paper considers some of the theological implications excluding such a child from the Christian community engenders.  After all, later folk belief held that unbaptized infants were ripe for demon possession and could return as dead-child revenants. Baptism, a form of exorcism, specifically protects against this potential.  So why, then, does this 12th century Church law seem to foster the existence of a dead-child revenant rather than seek to destroy it?

 

Gunnvör S. Karlsdóttir doktorsnemi: „Atburður eða jartein: yfirnáttúruleg reynsla í kristilegu samhengi á 13. og 14. öld“

„Þat kalla ek atburð en ekki jartein“: Þannig fórust Arnóri Tumasyni orð um óvæntan sjúkdómsbata í aðdraganda Helgastaðabardaga 1220. Í heimi sem laut guðlegri forsjá varð jafnvægi að ríkja milli himins og heljar. Væri því raskað af illum öflum með sjúkdómum eða öðru böli var þörf á íhlutun guðdómsins til að beisla óreiðuna og koma skipulagi á að nýju. Samkvæmt kenningum miðaldakirkjunnar birtist dýrð Guðs í kraftaverkum sem hafin voru yfir hversdagsleg náttúrulögmál og því undursamlegri sem kraftaverkin voru, því meiri dýrðarljóma stafaði af þeim. Frá upphafi höfðu jarteinir sérstöku hlutverki að gegna innan kirkjunnar og kirkjufeðurnir felldu þau í ákveðin kenningakerfi og flokka eftir tilgangi þeirra og eðli. En hvað var jartein og hvað ekki? Til að skýra það nánar verður farið yfir skilgreiningar kraftaverka og þróun innan kirkjunnar frá Ágústínusi og fram á hámiðaldir með sérstakri áherslu á íslensk miðaldarit.

 

Arngrímur Vídalín Stefánsson doktorsnemi: „Skrímslin á jaðrinum“

Utangarðsfólk kemur víða fyrir í miðaldaheimildum og geta skýringar á félagslegri stöðu þess verið margháttaðar. Hér verður fyrst og fremst litið til trúarlegra skýringa. Þær þjóðir sem ekki voru kristnar voru jafnframt í andstöðu við kristindóminn og urðu því utangarðs. Í meðförum kristins kennivalds urðu þær margar að skrímslum. Hugmyndina um skrímslin á jaðrinum má einnig að nokkru leyti rekja í íslenskum miðaldaritum og í þessum fyrirlestri verður sjónum beint að tröllum í Hrafnistumannasögum.

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is