Um doktorsnám

Reglur um doktorsnám

Doktorsnám við Hugvísindasvið Háskóla Íslands fylgir almennur lögum og reglum um Háskóla Íslands og Reglum um doktorsnám við Hugvísindasvið Háskóla Íslands frá 8. desember 2015 (með síðari breytingum).
 
Þær leystu af hólmi eldri reglur frá 2011 sem gilda þó enn um nemendur sem voru skráðir í nám fyrir 8. desember 2015 (sjá eldri reglur). 
 

Viðmið og kröfur um gæði doktorsnáms

Skipulag og framkvæmd doktorsnáms við Hugvísindasvið fylgir Viðmiðum og kröfum um gæði doktorsnáms við Háskóla Íslands sem sett eru af Háskólaráði.  Á heimasíðu Miðstöðvar framhaldsnáms eru ávalt upplýsingar um nýjustu gerð viðmiðanna.
 

Doktorsnámsnefnd

Við Hugvísindasvið er ein doktorsnámsnefnd. Í henni sitja formenn framhaldsnámsnefnda deilda sviðsins, fulltrúi doktorsnema og sviðsforseti, sem er jafnframt formaður nefndarinnar. 

Skipan doktorsnámsnefndar 2019:

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is