Styrkir

Doktorsnámsstyrkir

Hægt er að sækja um styrk til doktorsnáms með tvennu móti. Annars vegar er hægt að sækja um í Rannsóknasjóð háskólans eða Háskólasjóði Eimskipafélags Íslands. Sótt er um í báða sjóði samtímis með sameiginlegri umsókn. Undanfarin ár hafa 4-7 doktorsnemar við Hugvísindasvið fengið styrk úr þessum sjóðum árlega.

Hins vegar er hægt að sækja um doktorsnámsstyrk hjá Rannsóknasjóði (Rannís). Styrkir til doktorsnema voru fyrst í boði árið 2016 og fengur 3 doktorsnemar við Hugvísindasvið styrk. Einnig getur leiðbeinandi sótt um styrk fyrir stærra rannsóknarverkefni hjá Rannís, eða hjá öðrum innlendum og erlendum rannsóknasjóðum, og ráðið doktorsnema á styrk til að sinna rannsóknarvinnu, enda falli hún undir markmið doktorsverkefnisins. Nokkur fjöldi doktorsnema hefur fengið styrk eftir þessari leið á undanförnum árum.

Doktorsnemi sækir ætíð um styrki undir leiðsögn og í samráði við leiðbeinanda.

Eiríkur Smári Sigurðarson, rannsóknastjóri á Hugvísindasviði Háskóla Íslands, og Margrét Guðmundsdóttir, verkefnastjóri á Hugvísindastofnun, lesa yfir umsóknir nemenda um styrki til doktorsnáms eftir föngum og veita faglegar ráðleggingar. Netföng þeirra eru esmari@hi.is og mgu@hi.is.

Ferðastyrkir

Doktorsnemum á Hugvísindasviði bjóðast tvenns konar ferðastyrkir. Annars vegar eru það styrkir Rannsóknasjóðs Háskóla Íslands og hins vegar styrkir Hugvísindastofnunar (sjá nánari reglur: http://hugvis.hi.is/ferdastyrkir).

Hverjum doktorsnema við sviðið bjóðast þrír ferðastyrkir frá Hugvísindastofnun meðan á námi stendur. Þá styrki má nýta til ráðstefnuferða hvort sem doktorsnemi heldur erindi eður ei og að hluta til til ferða vegna heimildaöflunar, námstengdra heimsókna til erlendra háskóla, eða til annarra ferða er varða beint doktorsnám nemans. Doktorsnemar sem njóta námsstyrks þar sem gert er ráð fyrir ferðakostnaði eiga rétt á styrk frá Hugvísindastofnun á námsárinu 2019-2020 (uppfylli þeir skilyrði að öðru leyti). Frá og með 1. ágúst 2020 gildir að þeir fá ekki ferðastyrk Hugvísindastofnunar meðan þeir njóta slíks námsstyrks. Þetta mun gilda um ferðir sem verða farnar eftir 1. ágúst 2020.

Ferðastyrki Rannsóknasjóðs Háskóla Íslands skal sækja um fyrir 1. maí og gildir sá umsóknarfrestur óháð því hvenær árs ráðstefnan er. Vísindasvið HÍ veitir upplýsingar um þessa styrki og afgreiðir umsóknir. Skilyrði fyrir ferðastyrk Hugvísindastofnunar er að sótt hafi verið um hjá Rannsóknasjóði, sé ferðin styrkhæf samkvæmt reglum hans, eða gerð fullnægjandi grein fyrir því af hverju það var ekki gert.

Einnig má benda á ferðastyrki Hagþenkis, fyrir meðlimi félagsins.

Ráðstefnugjaldastyrkir

Doktorsnemar á Hugvísindasviði geta sótt um styrki vegna ráðstefnugjalda sem eru 100 evrur eða hærri. Skilyrði er að doktorsnemi haldi erindi á ráðstefnunni og að erindið tengist doktorsrannsókn nemandans. Sjá nánar í umsóknareyðublaði hér.

Vefsíður

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is