Ritið

- í stuttu máli, eigum við að geta fylgt tímanum, þá eru tímaritin eitt af því sem er okkur öldúngis ómissandi. (Fjölnir, 1/1835 bls. 5).

 

Fyrsta tölublað Ritsins, kom út árið 2001. Þema þess heftis var kvikmyndaaðlaganir. Hvert eintak er tileinkað ákveðnu þema og birtir fræðigreinar tengdar því. Ritið birtir einnig aðsendar greinar á öllum sviðum hugvísinda auk greina um bækur og einnig þýðingar á nýjum og klassískum lykilgreinum hugvísinda.

Stefnan með útgáfu Ritsins er að gefa fólki kost á að lesa öflugt og vandað fræðirit sem er í fararbroddi menningar- og þjóðfélagsumræðu á Íslandi.

Ritið er ritrýnt og kemur út þrisvar á ári. Árs áskrift kostar 6.950 kr. Hægt er að gerast áskrifandi á skrifstofu Hugvísindastofnunar í síma 525 4462 eða með því að senda póst á ritid@hi.is eða til Auðar Aðalsteinsdóttur ritstjóra, audurada@hi.is. Ritið fæst í betri bókabúðum og á skrifstofunni er hægt að nálgast eldri hefti. Nýir áskrifendur fá þau á góðum kjörum.

Auður Aðalsteinsdóttir er ritstjóri Ritsins:
Í ritnefnd eru Ásdís R. Magnúsdóttir (asdisrm@hi.is), Guðni Elísson (gudnieli@hi.is) og Jón Ólafsson (jonolafs@hi.is).

 

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is