Mál og mannshugur

Málstofan verður í Aðalbyggingu Háskólans laugardaginn 16. mars kl. 15.00-16.30.

 

Í þessari málstofu verður fjallað um þrjú efni: Hugmyndir um uppruna nýrrar setningagerðar í íslensku, rauntímabreytingar í íslensku hljóðkerfi og setningagerð og þróun ferns konar merkingarflokka í íslensku (með nokkrum samanburði við önnur mál). Þessi efni virðast í fljótu bragði býsna sundurleit, en rauði þráðurinn í málstofunni er málið í mannshuganum, þ.e. sú kenning að málið búi í huga mannsins, þar verði það til, þróist og breytist. 

Fyrirlesarar:

  • Sigríður Sigurjónsdóttir, prófessor í málfræði: „Svo var bara drifið sig á ball.“ Kenningar um uppruna nýju ópersónulegu setningagerðarinnar í íslensku
  • Höskuldur Þráinsson, prófessor í málfræði: Tilbrigði í íslensku hljóðkerfi og setningagerð og málbreytingar í rauntíma
  • Matthew Whelpton, dósent í ensku: Evolution of Semantic Systems and Icelandic: Names and Concepts in Four Domains

Málstofustjóri: Margrét Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri hjá Hugvísindastofnun.

 

Útdrættir:

Sigríður Sigurjónsdóttir, prófessor í málfræði: „Svo var bara drifið sig á ball.“ Kenningar um uppruna nýju ópersónulegu setningagerðarinnar í íslensku

Í þessu erindi verður fjallað um uppruna nýju ópersónulegu setningagerðarinnar í íslensku, þ.e. setninga eins og „Það var keyrt mig í skólann“ og „Alla vega var ekki boðið mér.“ Algengt er að börn og yngra fólk segi slíkar setningar en eldra fólki finnst þær yfirleitt óeðlilegar og myndi frekar segja: „Ég var keyrð(ur) í skólann“ og „Alla vega var mér ekki boðið.“ Aðallega verður rætt um tvær hugmyndir sem settar hafa verið fram um uppruna þessarar málbreytingar. Annars vegar þá hugmynd Þórhalls Eyþórssonar (2008) að uppruna nýju setningagerðarinnar megi rekja til leppsetninga með óákveðnum nafnlið, t.d. „Það var boðið litlum strák“ og „Það var skammað lítið barn,“ en þessar setningar geta í nútímamáli annaðhvort verið dæmi um hefðbundna leppsetningu með frestuðu frumlagi eða nýju setningagerðina. Hin hugmyndin var sett fram af Joan Maling og Sigríði Sigurjónsdóttur (2001, 2002), en samkvæmt henni þróaðist nýja setningagerðin út frá ópersónulegri þolmynd. Sú þróun tengist því að á 20. öld tóku skyldubundið afturbeygðar sagnir að birtast í ópersónulegum þolmyndarsetningum, eins og „Svo var bara drifið sig á ball.“

 

Höskuldur Þráinsson, prófessor í málfræði: Tilbrigði í íslensku hljóðkerfi og setningagerð og málbreytingar í rauntíma

Í rannsóknum á tilbrigðum í íslensku hljóðkerfi og setningagerð undanfarna áratugi hefur komið í ljós að mun meira er um "blandað mál" hjá einstaklingum (svokallaðan "innri breytileika") en oftast er gert ráð fyrir í kenningum um málkunnáttu og breytileika í máli. Í rannsóknunum hefur verið beitt ólíkum rannsóknaraðferðum og fengist við mismunandi þætti málsins. Í þessum fyrirlestri verður því haldið fram að best sé að lýsa þessu með því sem kalla mætti "breytileikakvarða" og að þessi kvarði sé ekki bara gagnlegur sem lýsing á hugsanlegri málbeitingu heldur einnig sem lýsing á málkunnáttunni. Að því er varðar svokallaðan raddaðan framburð til dæmis má segja að sumir hafi 80% raddaðan framburð, aðrir 40% og enn aðrir 0%. Þessu er svipað farið með þágufallssýkina (þágufallshneigðina) alþekktu: Hjá sumum er hún kannski 75%, hjá öðrum 10%. Í framhaldi af þessu verða færð rök að því að málbreytingar í rauntíma (þ.e. breytingar á máli einstaklinga í áranna rás) ráðist að verulegu leyti af því hvar viðkomandi breyta stendur á þessum breytileikaskala í máli einstaklinganna: Ef kvarðinn sýnir gildi nálægt 0% eða 100% eru litlar líkur á breytingu í áranna rás en sé gildið nálægt 50% eru mun meiri líkur á breytingu í aðra hvora áttina eftir efnum og ástæðum.

 

Matthew Whelpton, dósent í ensku: Evolution of Semantic Systems and Icelandic: Names and Concepts in Four Domains

The Evolution of Semantic systems project (EoSS) is organised by the Max Planck Institute for Psycholinguistics in Nijmegen, the Netherlands (Principal Investigators: Asifa Majid, Fiona Jordan, Michael Dunn). It aims to collect data from 50 Indo-European languages 2011-2013 in order to assess the degree and nature of variation in semantic categories over space and time. It will use statistical phylogenetic methods to project the degree of historical relatedness between languages on the basis of their lexical inventory in four domains: colours (attributes), body parts (parts), containers (objects), and spatial relations (relations).  The comparative data from the Germanic family is currently being analysed by the central team as well as a number of specialist subgroups, together preparing a special volume for the journal Language Sciences. This paper will pick out some interesting points from the Icelandic data, including the nature of the prototypical "bolli", the relevance of joint divisions to the meaning of "fótur", the status of "fjólublár" and "appelsínugulur" and the strong Icelandic tendency to use complex prepositions (e.g. "ofan í") in spatial descriptions. This work was conducted with Þórhalla Guðmundsdóttir Beck, who was the indispensible Masters assistant on the project.

Project homepage:

http://www.mpi.nl/departments/other-research/research-consortia/eoss

Study description:

http://www.mpi.nl/departments/other-research/research-consortia/eoss/project-description

 

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is