Að frátöldu Ritinu er útgáfa innan vébanda Hugvísindastofnunar að mestu leyti undir merkjum aðildarstofnana.
Bókmennta- og listfræðastofnun gefur út sjö ritraðir:
- Afmælisrit
- Fræðirit
- Höfundar
- Íslensk rit
- Íslensk trúarrit
- Studia Islandica
- Þýðingar
Auk þeirra gefur stofnunin út valdar bækur um bókmenntafræði og bókmenntasögu. Háskólaútgáfan annast dreifingu. Nánar á vef Bókmennta- og listfræðastofnunar.
Guðfræðistofnun gefur út Ritröð Guðfræðistofnunar, Studia Theologia Islandica, í samstarfi við Skálholtsútgáfuna.
Sagnfræðistofnun gefur út þrjár ritraðir:
- Sagnfræðirannsóknir - STUDIA HISTORICA
- Ritsafn Sagnfræðistofnunar
- Heimildasafn Sagnfræðistofnunar
Málvísindastofnun gefur út fræðirit, kennslubækur og handbækur um samtímalega og sögulega málfræði.
Heimspekistofnun gefur út greinasöfn, bækur og kennsluefni um heimspeki og hefur lagt ríka áherslu á þýðingu sígildra heimspekirita á íslensku.
Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum gefur út tímaritið Milli mála og ritraðir með tvímálabókum, ráðstefnuritum og völdum fræðiritum á fræðasviðinu.
Nánar á vef Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum.