Texti

Hugvísindasvið fylgir stefnu HÍ 21 og leggur áherslu á krefjandi nám, jákvæða námsupplifun nemenda og gæði prófgráða á öllum námsstigum. Sviðið hvetur til opinnar umræðu um kennsluhætti og styður við framþróun og nýsköpun í kennslu þar sem nýir miðlar eru nýttir til að ýta undir frumkvæði og sjálfstæði nemenda í námi. Hér á eftir eru nokkur sérstök markmið sviðsins sem bætast við þau sem skólinn hefur sett sér sem heild, ásamt aðgerðum til að ná þessum markmiðum. En umfram allt leggur sviðið áherslu á mikilvægi aukinnar fjármögnunar, eigi að tryggja áframhaldandi gæði náms og kennslu.

Markmið Aðgerðir
Gæði náms og kennslu fái aukið vægi og stuðning í starfi á sviðinu
  • Námskeið sviðsins verði hækkuð í sama reikniflokk og sambærileg námskeið við önnur svið.
  • Kennsluþing sviðsins verði haldið einu sinni á ári þar sem nýjungar í kennslu verða kynntar og umræða um gæðamál í kennslu.
  • Viðmið vegna tíma í fámennum námskeiðum verði endurskoðuð, krefjist námið þess.
  • Kennslufræðilegur stuðningur aukinn við akademíska starfsmenn, m.a. með markvissri samvinnu við Kennslumiðstöð Háskóla Íslands.
  • Faglegur stuðningur við stundakennara aukinn og umgjörð stundakennslu styrkt.
  • Deildir, námsbrautir og greinar geri áætlanir um bætta (breytta og fjölbreytta) kennsluhætti.
  • Deildir nýti kerfisbundið ábendingar nemenda um námið og haldi reglulega samráðsfundi með þeim til að auka gæði kennslu.
  • Hugað verði að hvatakerfi sem umbuni fyrir góða kennslu.
  • Samráð og samvinna kennara sviðsins verði aukin, t.d. með því að efla rabbfundi kennslumálanefndar Hugvísindasviðs.
   

 

Share