Galdramenn. Galdrar og samfélag á miðöldum

Ritstjóri: Torfi H. Tulinius. 

Frá upphafi vega hefur mannkynið beitt göldrum til að hafa áhrif á umhverfi sitt og sig sjálft. Lengst af trúðu menn almennt á mátt galdra og hrifu þeir ekki síst vegna þess að á þá var trúað. Mannleg samfélög hafa því ávallt látið sig varða um galdra, en þó hefur afstaðan breyst í aldanna rás, ekki síst á miðöldum og fram eftir nýöld.

Í ritinu birtast tíu greinar sem byggjast á fyrirlestrum af ráðstefnunni „Galdur og samfélag á miðöldum“ sem haldin var í Bjarnarfirði á Ströndum í september 2006. Greinarnar fjalla um samspil galdra og samfélags út frá ólíkum viðfangsefnum og eru dæmin ýmist frá Íslandi eða erlendis frá, úr sögulegum veruleika eða bókmenntum.

Greinahöfundar eru:

- Ármann Jakobsson
- Helga Kress
- Magnús Rafnsson
- Már Jónsson
- Ólína Þorvarðardóttir
- Rune Blix Hagen
- Stephen A. Mitchell
- Sverrir Jakobsson
- Torfi H. Tulinius

Bókin er 194 bls. að lengd. Hún fæst hjá Hugvísindastofnun, s. 525 44 62 eða netfang hugvis@hi.is

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is