Ekkert orð er skrípi ef það stendur á réttum stað. Um ævi og verk Halldórs Laxness

Hugvísindastofnun Háskóla Íslands stóð fyrir ráðstefnu um Halldór Laxness í tilefni af 100 ára afmæli skáldsins vorið 2002. Í þessu riti birtast flestir þeirra fyrirlestra sem þar voru fluttir og gefa í senn breiða, ferska og gagnrýna mynd af lífi og verkum Halldórs Laxness.

Höfundar eru: Andri Snær Magnason, Ármann Jakobsson, Auður Jónsdóttir, Bergljót S. Kristjánsdóttir, Bjarni Jónsson, Dagný Kristjánsdóttir, Friðrik Rafnsson, Guðrún Kvaran, Halldór Guðmundsson, Hávar Sigurjónsson, Helen Kadecková, Hjörtur Pálsson, Jón Ólafsson, Kristín Jóhannesdóttir, Lars Lönnroth, Magnús Magnússon, Morten Thing, Pétur Már Ólafsson, Sigurbjörg Þrastardóttir, Soffía Auður Birgisdóttir, Þorleifur Hauksson, Torfi H. Tulinius, Úlfar Bragason og Vésteinn Ólason.

Ritstjóri: Jón Ólafsson.

Bókin er 244 síðna kilja og er fáanleg hjá Háskólaútgáfunni. Hún kostar 2.900 krónur. Einnig er hægt að kaupa bókina með afslætti á skrifstofu Hugvísindastofnunar.
 

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is