Doktorsnemar með námsstyrki

Fjöldi doktorsnema við Hugvísindasvið hefur fengið námsstyrki á undanförnum árum. Hér að neðan er listi yfir doktorsnema með námsstyrki úr Rannsóknasjóði Háskólans, Háskólasjóði Eimskipafélags Íslands, Rannsóknasjóði (Rannís) og Rannsóknarnámssjóði (til og með 2012). Að auki er fjöldi doktorsnema með styrki úr rannsóknaverkefnum sem leiðbeinendur þeirra eiga aðild að, en þeir eru ekki nefndir hér. Yfirlitið nær aftur til ársins 2011 (afmælisár háskólans, en þá veitti háskólinn óvenju marga styrki).

Rannsóknasjóður (Rannís) veitti fyrst doktorsnámsstyrki árið 2016 en frá 2013 gátu leiðbeinendur sótt um verkefnisstyrki fyrir nemendur sína. Fram að því styrkti Rannsóknarnámssjóður doktorsnema.

Dagsetningar innan sviga vísa í dagsetningar doktorsvarna, þar sem þær hafa farið fram.

2019

 • Bjarni Gunnar Ásgeirsson (leiðbeinandi Svanhildur Óskarsdóttir): Textageymd Njáls sögu með með hliðsjón af Skafinskinnu. (Rannsóknasjóður - Rannís)
 • Björn Reynir Halldórsson (leiðbeinandi Valur Ingimundarson): Kvennalistinn. Feminísk ögrun við íslensk stjórnmál. (Rannsóknasjóður - Rannís)
 • Dalrún J. Eygerðardóttir (leiðbeinandi Erla Hulda Halldórsdóttir): Huldufreyjur - ráðskonur í sveit á síðari hluta 20. aldar. (Háskólasjóður Eimskipafélags Íslands)
 • Egill Þor Níelsson (leiðbeinandi Valur Ingimundarson): Norræn-kínversk norðurslóðasamskipti: Marghliða, svæðisbundið og tvíhliða samstarf Norðurlandanna í breyttri heimsmynd. (Háskólasjóður Eimskipafélags Íslands)
 • Guðrún Kristinsdóttir (leiðbeinendur Ásdís R. Magnúsdóttir og Hélène Merlin-Kajman): Skáldskaparfræði hins pólitíska: Rómverska borgarastríðið í frönskum harmleikjum 1550-1650. (Háskólasjóður Eimskipafélags Íslands)
 • Hasan Karakilinc (leiðbeinandi Hólmfríður Garðarsdóttir): Pönk-sena Buenos Aires í þágu útópískrar samþættingar. (Háskólasjóður Eimskipafélags Íslands)
 • Íris Edda Nowenstein (leiðbeinandi Sigríður Sigurjónsdóttir): Að stíga yfir þröskuldinn: Tileinkun þágufalls í íslensku. (Háskólasjóður Eimskipafélags Íslands)
 • Ole Martin Sandberg (leiðbeinandi Sigríður Þorgeirsdóttir): Heimspeki og kreppa lýðræðis: Mannfræðilegar forsendur sem sjálfvirkar spásagnir. (Rannsóknasjóður - Rannís)
 • Pétur G. Kristjánsson (leiðbeinandi Guðmundur Jónsson): Fæðuöryggi á Íslandi og Finnmörku á síðari hluta 18. aldar. (Háskólasjóður Eimskipafélags Íslands)
 • Rósa María Hjörvar (leiðbeinandi Gunnþórunn Guðmundsóttir): Reiði í íslenskum samtímabókmenntum. (Rannsóknasjóður Háskólans)

2018

 • Atli Antonsson (leiðbeinandi Guðni Elísson): Menningarsaga íslenskra eldgosa. (Rannsóknasjóður - Rannís)
 • Carmen Quintana Cocolina (leiðbeinandi Erla Erlendsdóttir): Samskiptalistin: Orðræðugreining á skáldverkum Martín Gaite. (Rannsóknasjóður Háskólans) 
 • Eirik Vidarsson Westcoat (leiðbeinandi Gísli Sigurðsson): Kynngi kraftaskálda. (Rannsóknasjóður Háskólans)
 • Ingibjörg Eyþórsdóttir (leiðbeinandi Aðalheiður Guðmundsdóttir): Sagnadansar – ást, hatur og ofbeldi: Umfjöllunarefni og félagslegt hlutverk. (Háskólasjóður Eimskipafélags Íslands)
 • Ingunn Hreinberg Indriðadóttir (leiðbeinandi Höskuldur Þráinsson): Þyngdarafl og tilbrigði í orðaröð í íslensku og færeysku. (Rannsóknasjóður - Rannís)
 • Johnny Finnsøn Lindholm (leiðbeinandi Margrét Eggertsdóttir): The Conveying of Meaning. Image and Imagination in the Poetry of Ólafur Jónsson from Sandar. (Rannsóknasjóður Háskólans
 • Matteo Tarsi (leiðbeinandi Jón Axel Harðarson): Innlend orð og tökuorð: rannsókn á samlífi og samkeppni innlendra orða og tökuorða í forn og miðíslensku. (Háskólasjóður Eimskipafélags Íslands)
 • Ryan Eric Johnson (leiðbeinandi Sverrir Jakobsson): Heimsmynd kanúka á miðöldum á Íslandi (1184- 1550). (Háskólasjóður Eimskipafélags Íslands)
 • Roberto Pagani (leiðbeinandi Haraldur Bernharðsson): Skrifarar og íslensk skrifaravenja á 15. öld. Þróun skriftar, stafsetningar og máls á 15. öld (um 1375-1525). (Rannsóknasjóður - Rannís)
 • Steinunn Hreinsdóttir (leiðbeinandi Sigríður Þorgeirsdóttir): Eftirhermun Irigaray sem líkömnuð gagnrýnin hugsun í heimspeki. (Háskólasjóður Eimskipafélags Íslands)
 • Vera Knútsdóttir (leiðbeinandi Gunnþórunn Guðmundsdóttir): Vofulegar minningar í íslenskri samtímamenningu, bókmenntum og myndlist. (Háskólasjóður Eimskipafélags Íslands)
 • Zachary J. Melton (leiðbeinandi Jón Karl Helgason): Að afsaka ofbeli? Þróun víkinga í bandarískri dægurmenningu. (Rannsóknasjóður Háskólans)

2017

 • Ana Stanicevic (leiðbeinandi Benedikt Hjartarson): Norræn örforlög í upphafi 21. aldar. (Rannsóknasjóður Háskólans)
 • Guðmundur B. Þorbjörnsson (leiðbeinandi Vilhjálmur Árnason): Endurtekning og endurminning: Kierkegaard, hið sítengda sjálf og mörkin milli hins raunverulega og ídealíska. (Háskólasjóður Eimskipafélags Íslands)
 • Gústav Adolf B. Sigurbjörnsson (leiðbeinandi Björn Þorsteinsson): Handan heimsins míns: Fyrirbærafræðileg rannsókn á þekkingarfræði samkenndar og samskipta. (Rannsóknasjóður - Rannís)
 • Hrafnkell Lárusson (leiðbeinandi Guðmundur Hálfdanarson): Lýðræði í mótun: Viðhorf, iðkun og þátttaka almennings. (Rannsóknasjóður Háskólans)
 • Joe W. Walser III (leiðbeinandi Steinunn Kristjánsdóttir): Dulin náttúruvá: Eldvirkni, loftlagsbreytingar og heilsufar Íslendinga á sögulegum tíma. (Háskólasjóður Eimskipafélags Íslands)
 • Jon Simon Markússon (leiðbeinani Þórhallur Eyþórsson): Íslenska og færeyska: Hugræn greining á beygingarþróun. (Rannsóknasjóður - Rannís)
 • Romina Werth (leiðbeinandi Aðalheiður Guðmundsdóttir): Ævintýri (Märchen) í íslenskum fornbókmenntum. (Rannsóknasjóður Háskólans)
 • Sævar Ari Finnbogason (leiðbeinandi Jón Ólafsson): Lögmætisáskorunin: Lýðræðistilraunir og fulltrúalýðræði. (Rannsóknasjóður - Rannís)
 • Tinna Frímann Jökulsdóttir (leiðbeinandi Anton Karl Helgason): Trjábankainnviðir fyrir stafræn hugvísindi. (Rannsóknasjóður Háskólans)
 • Védís Ragnheiðardóttir (leiðbeinandi Ármann Jakobsson): Tilkoma og þróun frumsaminna riddarasagna í ljósi ævintýra (exempla). (Rannsóknasjóður - Rannís)

2016

 • Guðrún Harðardóttir (leiðbeinandi Sverrir Jakobsson): Myndefni í kirkjulegum íslenskum miðaldainnsiglum. (Rannsóknasjóður Háskólans)
 • Guðrún Steinþórsdóttir (leiðbeinandi Bergljót Soffía Kristjánsdóttir): Án ímyndunarafls kæmist ég hvergi. (Háskólasjóður Eimskipafélags Íslands)
 • Jonas Bokelmann (leiðbeinandi Benedikt Hjartarson): Útlegð á Íslandi í síðari, óútgefnum verkum Alberts Daudistel. (Rannsóknasjóður Háskólans)
 • Kjartan Már Ómarsson (leiðbeinandi Guðni Elísson): Frá 101 til Hollywood: kvikmyndalist Baltasars Kormáks. (Rannsóknasjóður Háskólans)
 • Dr. Magnús Sigurðsson (12. september 2019; leiðbeinandi Ástráður Eysteinsson): Emily Dickinson í íslenskum bókmenntum. (Rannsóknasjóður Háskólans)
 • Dr. Nanna Hlín Halldórsdóttir (28. september; leiðbeinandi Sigríður Þorgeirsdóttir): Berskjölduð í atvinnuviðtali? Frá siðfræði Butler til marxískrar stjórnspeki. (Rannsóknasjóður - Rannís)
 • Teresa Dröfn Narðvík (leiðbeinandi Aðalheiður Guðmundsdóttir): Ölvis rímur sterka og Bragða-Ölvis saga. (Rannsóknasjóður Háskólans)
 • Vanessa Monika Isenmann (leiðbeinandi Kristján Árnason): Netsamskipti á Íslandi - málnotkun í óformlegu umhverfi netsins og viðhorf til hennar. (Rannsóknasjóður - Rannís)
 • Dr. Yoav Tirosh (29. október 2019; leiðbeinandi Ármann Jakobsson): Textinn í farþegasætinu: handritageymd og bókmenntagreinaflokkun í Ljósvetninga sögu. (Rannsóknasjóður - Rannís)

2015

 • Chloé Vondenhoff (leiðbeinandi Sif Ríkharðsdóttir): „Lend me your hearts ...“. Menningarsöguleg rannsókn á tilfinningum í þýðingum á Yvain og Perceval. (Rannsóknasjóður Háskólans)
 • Emma Björg Eyjólfsdóttir (leiðbeinandi Vilhjálmur Árnason): Vald, lýðræði og frelsi á Íslandi á árunum 1990-2008. Gagnrýni í anda lýðveldishyggju. (Háskólasjóður Eimskipafélags Íslands)
 • Guðmundur Brynjólfsson (leiðbeinandi Benedikt Hjartarson): Staða Jóns Óskars í íslenskri bókmenntasögu. (Rannsóknasjóður Háskólans)
 • Haukur Ingvarsson (leiðbeinandi Jón Karl Helgason): Faulkner á Íslandi. (Rannsóknasjóður Háskólans)
 • Stefanie Bade (leiðbeinandi Kristján Árnason): Framburðarafbrigði og alþýðumálfræði: grunduð rannsókn á mati á íslensku í munni útlendinga. (Rannsóknasjóður - Rannís)
 • Dr. William Konchak (19. nóvember 2018; leiðbeinandi Páll Skúlason; frá hausti 2015: Björn Þorsteinsson): Nútímanálgun á heimspeki sem lífsmáta. (Rannsóknasjóður - Rannís)
 • Dr. Þorgeir Sigurðsson (21. júní 2019; leiðbeinandi Kristján Árnason): Endurgerð Arinbjarnarkviðu. (Rannsóknasjóður Háskólans)

2014

 • Dr. Arngrímur Vídalín (2. nóvember 2017; leiðbeinandi Ármann Jakobsson): Skrímsli í heimsmynd og lærdómshefð Íslendinga 1100-1400. (Rannsóknasjóður Háskólans)
 • Dr. Astrid Lelarge (30. september 2016; leiðbeinandi Guðmundur Hálfdanarson): Evrópskar „hringbrautir“ og borgarmörk (1800-1940). (Háskólasjóður Eimskipafélags Íslands)
 • Dr. Hanna Óladóttir (8. september 2017; leiðbeinandi Höskuldur Þráinsson): „Að gera nemendur að betri málnotendum“. (Rannsóknasjóður Háskólans)
 • Katelin Marit Parsons (leiðbeinandi Margrét Eggertsdóttir): Flutningur og félagslegt umhverfi bókmennta á íslenskri árnýjöld. (Rannsóknasjóður Háskólans)
 • Liuda Kocnovaite (leiðbeinandi Mikael Marlies Karlsson): Hlutverka-siðfræði, ábyrgð og mannréttindi. (Rannsóknasjóður Háskólans)
 • Sigrún Margrét Guðmundsdóttir (leiðbeinandi Bergljót Soffía Kristjánsdóttir): Í huga og heimi, um verk Halldórs Stefánssonar. (Háskólasjóður Eimskipafélags Íslands)

2013

 • Elin Ahlin Sundman (leiðbeinandi Steinunn Kristjánsdóttir): Trúarlegt kyngervi á miðöldum. (Rannsóknasjóður Háskólans)
 • Grégory Cattaneo (leiðbeinandi Helgi Þorláksson): Frá goðorðum til héraðsríkja: um völd í íslensku samfélagi á miðöldum. (Háskólasjóður Eimskipafélags Íslands)
 • Dr. Haukur Þorgeirsson (26. nóvember 2013; leiðbeinandi Kristján Árnason): Tónkvæði í íslensku fyrr á öldum - vísbendingar úr kveðskap. (Rannsóknasjóður - Rannís)
 • Dr. Heimir Freyr Viðarsson (2. desember 2019; leiðbeinandi Þórhallur Eyþórsson): Mál í skorðum: tilurð staðlaðrar íslenskrar setningafræði á 19. öld. (Rannsóknasjóður Háskólans)
 • Margrét Gunnarsdóttir (leiðbeinandi Anna Agnarsdóttir): Upphaf íslenskrar borgarmenningar. Borgaraleg viðhorf í íslensku samfélagi frá seinni hluta 18. aldar fram á miðja 19. öld (1788-1854). (Rannsóknasjóður Háskólans)
 • Marion Poilvez (leiðbeinandi Torfi H. Tulinius): Hetjur og heimskingjar. Einangrun og útlegð í íslenskum bókmenntum á miðöldum. (Rannsóknasjóður Háskólans)

2012

 • Angelos Parigoris (leiðbeinandi Gavin Lucas): Þjóðernishyggja í fornleifafræði á endimörkum Evrópu. (Háskólasjóður Eimskipafélags Íslands)
 • Bjarki M. Karlsson (leiðbeinandi Kristján Árnason): Bundið mál á vestnorrænu málsvæði á síðari öldum. (Rannsóknasjóður háskólans)
 • Dr. Magdalena Maria E. Schmid (12. desember; leiðbeinandi Orri Vésteinsson): Aldursgreining víkingaaldar á Íslandi - alhliða endurmat. (Rannsóknarnámssjóður)
 • Dr. Sean Bruce Lawing (25. apríl 2016; leiðbeinandi Ármann Jakobsson): Líkamsmeiðinbar í íslenskum frásagnarheimildum og lögum frá miðöldum. (Rannsóknarnámssjóður)
 • Dr. Vilhelm Vilhelmsson (30. nóvember 2015; leiðbeinandi Guðmundur Hálfdanarson): Ögun, vald og andóf í íslensku samfélagi á nítjándu öld. (Háskólasjóður Eimskipafélags Íslands)
 • Dr. Þórdís Edda Jóhannesdóttir (7. nóvember 2016; leiðbeinandi Ármann Jakobsson): Jómsvíkinga saga. (Rannsóknasjóður háskólans)

2011

 • Dr. Anna Katharina Heiniger (11. maí 2018; Torfi H. Tulinius, leiðbeinandi). (Rannsóknasjóður Háskólans)
 • Dr. Anna Jeeves (27. september 2013; leiðbeinndi Birna Arnbjörnsdóttir): Gildi enskunáms í breyttu málumhverfi: færni, notkun og viðhorf ungra Íslendinga. (Háskólasjóður Eimskipafélags Íslands)
 • Dr. Ásta Kristín Benediktsdóttir (1. nóvember 2019; leiðbeinandi Bergljót Soffía Kristjánsdóttir): Ást á skjön. Samkynja ástir og þrár í íslenskum bókmenntum. (Rannsóknarnámssjóður)
 • Dr. Guðbjörg Rannveig Jóhannesdóttir (20. febrúar 2015; leiðbeinandi Sigríður Þorgeirsdóttir): Íslenskt landslag: fagurfræði og verndargildi. (Háskólasjóður Eimskipafélags Íslands)
 • Dr. Haukur Þorgeirsson (26. nóvember 2013; leiðbeinandi Kristján Árnason): Bragkerfi og málkerfi: Rannsóknir á íslenskum kveðskap fyrir siðaskipti. (Háskólasjóður Eimskipafélags Íslands)
 • Helga Birgisdóttir (leiðbeinandi Dagný Kristjánsdóttir): Sagan af Nonna: hugmyndir og fagurfræði í Nonnabókum Jóns Sveinssonar. (Rannsóknasjóður Háskólans)
 • Dr. Íris Ellenberger (29. nóvember 2013; leiðbeinandi Guðmundur Jónsson): Danir á Íslandi 1900-1970: Staða, völd og áhrif. (Háskólasjóður Eimskipafélags Íslands)
 • Kolfinna Jónatansdóttir (leiðbeinandi Ármann Jakobsson): Ragnarök. (Háskólasjóður Eimskipafélags Íslands)
 • Mariya Mayburd (leiðbeinandi Ármann Jakobsson): Ofbeldi, kyn og yfirnáttúra. (Rannsóknarnámssjóður)
 • Ólafur Arnar Sveinsson (leiðbeinandi Guðmundur Hálfdanarson): Sköpun sjálfsmyndar íslenskra innflytjenda í N-Ameríku. (Rannsóknasjóður Háskólans)
 • Dr. Rósa Elín Davíðsdóttir (apríl 2016; leiðbeinandi André Thibault): Meðferð fastra orðasambanda í tvímála orðabókum. (Háskólasjóður Eimskipafélags Íslands)
 • Vilhjálmur Árnason, leiðbeinandi (styrkur án nemanda). (Rannsóknasjóður Háskólans)
Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is