Doktorsnám

Við Hugvísindasvið er boðið upp á doktorsnám í sextán námsgreinum. Alls eru um 120 doktorsnemar í námi við sviðið, sem fær 30 til 40 umsóknir um doktorsnám á ári hverju.

  • Við Mála- og menningardeild er boðið upp á doktorsnám í annars­máls­fræðum, dönsku, ensku, frönskum fræðum, spænsku og þýsku.
  • Við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild er boðið upp á doktorsnám í guðfræði.
  • Við Íslensku- og menningardeild er boðið upp á doktorsnám í almennri bókmenntafræði, íslenskri málfræði, íslenskum bókmenntum, menningarfræði og þýðingafræði.
  • Við Sagnfræði- og heimspekideild er boðið upp á doktorsnám í fornleifafræði, heimspeki, sagnfræði og hagnýtri siðfræði.

Námstími

Doktorsnámið er skipulagt sem þriggja ára nám (180 ECTS), nema í Íslensku- og menningardeild þar sem námið er til fjögurra ára (240 ECTS). Algengt er að nemendur taki lengri tíma í að ljúka náminu.
 

Lokaritgerð

Nemendur ljúka doktorsnámi með ritgerð upp á 75.000 til 100.000 orð sem þeir verja við hátíðlega athöfn við Háskóla Íslands (annar háttur getur verið hafður á sé námið sameiginlegt með öðrum háskóla).
 
Við íslensku- og menningardeild þarf að auki að ljúka 60 ECTS einingum með námskeiðum, kennslu, greinaskrifum eða öðru sem reglur deildar kveða á um. 
 

Reglur

Nýjar Reglur um doktorsnám við Hugvísindasvið tóku gildi 8. desember 2015. Þær leystu af hólmi eldri reglur frá 2011 sem gilda þó enn um nemendur sem voru skráðir í nám fyrir 8. desember 2015 (sjá eldri reglur). 
 

Aðgangur að doktorsnámi

Til að fá aðgang að doktorsnámi verða nemendur að uppfylla almenn inntökuskilyrði (sjá upplýsingar um forkröfur). Einungis er hægt að fá aðgang að doktorsnámi í þeim námsleiðum sem deildir sviðsins bjóða upp á og aðeins ef fyrir hendi er sérfræðiþekking á sviði fyrirhugaðrar rannsóknar. Allar umsóknir um nám eru metnar faglega í deildum áður en doktorsnámsnefnd sviðsins fær þær til afgreiðslu.
 

Samstarf við aðra háskóla

Hluta doktorsnáms má taka við aðrar deildir og svið Háskóla Íslands en doktorsnemi er skráður við, aðra háskóla eða viðurkenndar rannsókna- eða vísindastofnanir. 
 
Doktorsnemar við Hugvísindasvið eiga þess líka kost að útskrifast með doktorsgráðu frá tveimur háskólum (e. joint degree). Samstarf milli leiðbeinenda frá báðum skólum er nauðsynlegt til að svo geti orðið. Neminn stundar þá nám við báða háskóla og uppfyllir námskröfur beggja. Neminn vinnur að doktorsrannsókn undir handleiðslu beggja sérfræðinga og byggist samstarf á samningi sem neminn og leiðbeinendur gera sín á milli.
 
Sjá nánar í 14. gr. reglna um doktorsnám við Hugvísindasvið.
 

Á þessari síðu (og undirsíðum hennar — sjá hér til vinstri) eru upplýsingar og gögn fyrir þá sem hafa áhuga á doktorsnámi í hugvísindum, fyrir doktorsnema sem eru í námi og fyrir leiðbeinendur þeirra.

Miðstöð framhaldsnáms við Háskóla Íslands veitir almennar upplýsingar um doktorsnám við háskólann.

Félag doktorsnema við Hugvísindasvið og doktorsnámsnefnd sviðsins gefa í sameiningu út

Hér að neðan má lesa og sækja handbókina á issuu.com.

 
Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is