Chomsky - mál, sál og samfélag

Noam Chomsky á að baki langan og glæstan feril sem málvísindamaður og samfélagsrýnir. Honum hefur oft verið lýst sem þeim vísindamanni sem mest er vitnað til í fræðaheiminum. Í þessari bók er fjallað á aðgengilegan hátt um helstu þætti kenninga hans um mannlegt mál og eðli þess og valin atriði í samfélagsrýni hans reifuð. Chomsky var heiðursfyrirlesari Hugvísindasviðs Háskóla Íslands á hundrað ára afmæli skólans árið 2011 og eiga kaflarnir í bókinni rót sína að rekja til málstofu sem haldin var af því tilefni. Hér eru einnig þeir tveir fyrirlestrar sem Chomsky flutti í Háskólabíói haustið 2011.

 

Ritstjórar: Höskuldur Þráinsson og Matthew Whelpton

 

Háskólaútgáfan annast dreifingu bókarinnar.

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is