Hugvísindastofnun og aðildarstofnanir hennar gefa út bækur, ritraðir og tímarit. Einnig er mikil samvinna við Háskólaútgáfuna. Þá veitir Hugvísindastofnun starfsmönnum og stofnunum sviðsins ýmsa þjónustu á sviði útgáfu, aðstoðar við fjármál, sér um samskipti við forlag og aðstoðar við að finna fagfólk eins og hönnuði, umbrotsfólk og prófarkalesara sé þess óskað.
Hugvísindastofnun hefur á undanförnum árum gefið út eftirtalin rit undir eigin merki:
- Chomsky - mál, sál og samfélag
- Ekkert orð er skrípi ...
- Frændafundur
- Galdramenn
- Í garði Sæmundar fróða
- Miðaldabörn
- Sæmdarmenn
- Greinasafn: Hugvísindaþing 2005
Þá var Ársrit Sögufélags Ísfirðinga nr. 43 unnið í samvinnu við Hugvísindastofnun, en efni þess rannsóknarverkefni á Hugvísindasviði. Einnig er vert að nefna að erindi frá fyrsta Hugvísindaþingi, árið 1996, komu út hjá Háskólaútgáfunni í bókinni Milli himins og jarðar.
Bókmennta- og listfræðastofnun gefur út sjö ritraðir: Afmælisrit , Fræðirit, Höfundar, Íslensk rit, Íslensk trúarrit, Studia Islandica og Þýðingar. Auk þeirra gefur stofnunin út valdar bækur um bókmenntafræði og bókmenntasögu. Háskólaútgáfan annast dreifingu. Nánar á heimasíðu Bókmennta- og listfræðastofnunar.
Guðfræðistofnun gefur út Ritröð Guðfræðistofnunar, Studia Theologia Islandica, í samstarfi við Skálholtsútgáfuna. Sjá nánar á heimasíðu Skálholtsútgáfunnar
Sagnfræðistofnun gefur út þrjár ritraðir: Sagnfræðirannsóknir - STUDIA HISTORICA, Ritsafn Sagnfræðistofnunar og Heimildasafn Sagnfræðistofnunar. Nánar á heimasíðu Sagnfræðistofnunar.
Málvísindastofnun gefur út fræðirit, kennslubækur og handbækur um samtímalega og sögulega málfræði. Nánari á heimasíðu Málvísindastofnunar.
Heimspekistofnun gefur út greinasöfn, bækur og kennsluefni um heimspeki og hefur lagt ríka áherslu á þýðingu sígildra heimspekirita á íslensku. Nánar á heimasíðu Heimspekistofnunar.
Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum gefur út tímaritið Milli mála og ritraðir með tvímálabókum, ráðstefnuritum og völdum fræðiritum á fræðasviðinu.