Af vettvangi dönskunnar. Ritun, framburður og orðaforði í dönskunámi, hagnýting máltækni og danskar samtímabókmenntir

Fyrri hluti: Danska í hendi og munni Íslendinga og danskar samtímabókmenntir

Í þessum fyrri hluta málstofunnar verður varpað ljósi á ritfærni dönskunema og hvernig hún þróast. Þá verður fjallað um helstu einkenni á framburði Íslendinga á dönsku og bent á leiðir til úrbóta. Loks verður fjallað um nýja strauma og stefnur í dönskum samtímabókmenntum.

Fyrirlesarar: 
Þórhildur Oddsdóttir, aðjunkt í dönsku: Þróun málbeitingarhæfni á einu ári – Athugun á ritun dönskunema við HÍ
Randi Benedikte Brodersen, lektor í dönsku máli: Hvad kendetegner islændinges udtale af dansk, og hvordan kan islændinge blive endnu bedre til dansk?
Ida Busk Pedersen, lektor í dönsku: Sondringer i dansk litteraturforskning omkring år 2000.

Málstofustjóri: Auður Hauksdóttir, dósent í dönsku

Seinni hluti: Máltækni og tungumálanám. Hvernig má nýta máltækni til að auðvelda tjáningu á erlendum tungumálum?
Í þessum seinni hluta málstofunnar verður greint frá rannsókn á föstum orðatiltækjum í dönsku og íslensku og hvernig nýta má máltækni til að auðvelda nemendum að tjá sig á dönsku og öðrum erlendum tungumálum.

Fyrirlesarar: 
Ola Knutsson, lektor við Institutionen för data-och systemvetenskap, Stokkhólmsháskóla og Robert Östling, doktorsnemi við Institutionen för lingvistik, Stokkhólmsháskóla: Språkteknologi som verktyg för att utveckla ämnesspråk.
Peter Juel Henrichsen, lektor við Handelshøjskolen í Kaupmannahöfn: "Løse forbindelser" og andre faste forbindelser.

Auður Hauksdóttir, dósent í dönsku: Máltæki og frasar á dönsku og íslensku.
Fyrirlestrar verða fluttir á íslensku, dönsku og sænsku.

Málstofustjóri: Lars-Göran Evert Johansson, lektor í sænsku.

 

Útdrættir:
Fyrri hluti: Danska í hendi og munni Íslendinga og danskar samtímabókmenntir

Þórhildur Oddsdóttir, aðjunkt í dönsku
Þróun málbeitingarhæfni á einu ári – Athugun á ritun dönskunema við HÍ

Í þessu erindi verða borin saman verkefni tveggja nýnema í dönsku við HÍ og athugað hvernig ólíkur bakgrunnur þeirra varðandi tungumálið birtist í ritunarverkefnum þeirra. Litið verður til lengdar verkefna, umfangs orðaforða, tíðniflokka orðaforðans, setningagerðar, notkun fastra orðasambanda og einstakra orðflokka. Skoðaðar verða framfarir nemanna á einu ári og þær greindar. Loks verður athugað hvort lesa megi úr niðurstöðum vísbendingar um hvort og hvernig ganga megi markvissar til verks í kennslu og þjálfun í málnotkun ritaðs máls.

Randi Benedikte Brodersen, lektor í dönsku máli
Hvad kendetegner islændinges udtale af dansk, og hvordan kan islændinge blive endnu bedre til dansk?

Er nogle udtaletræk vigtigere at lære end andre? Hvilke islandske træk smitter af på islændinges udtale af dansk, og hvilke andre faktorer påvirker udtaletilegnelsen? Og hvordan kan vi effektivisere udtaletilegnelsen og udtaleundervisningen? Disse spørgsmål giver jeg svar på i mit indlæg.

Indlægget består af tre dele: a) islændinges udtale af dansk, b) påvirkningsfaktorer i udtaletilegnelsen og c) effektiv udtaletilegnelse og udtaleundervisning. Jeg præsenterer først mine resultater fra en undersøgelse og observationer af islændinges udtale af dansk. Jeg omtaler så nogle sproglige, personlige og pædagogiske faktorer som har betydning for tilegnelsen, og til sidst foreslår jeg veje til effektiv udtale- og danskundervisning. 

Ida Busk Pedersen, lektor í dönsku
Sondringer i dansk litteraturforskning omkring år 2000

Formålet med dette oplæg er at give et indblik i tendenser i samtidens danske litteraturforskning. Op gennem 90’erne og ind i 00’erne stod der modernismedebat på dagsordenen i Danmark. Modernismekonstruktionen blev kritiseret og Kolding-skolen bød ind med en ny konstruktion, Det Formelle Gennembrud. Spørgsmålet er hvilken betydning denne debat om modernismebegrebet har haft på litteraturforskningen og de historier denne fortæller om dansk litteratur? Hvad optager dansk litteraturforskning i disse år og er modernismedebatten død?

Seinni hluti: Máltækni og tungumálanám. Hvernig má nýta máltækni til að auðvelda tjáningu á erlendum tungumálum?

Ola Knutsson, lektor við Institutionen för data-och systemvetenskap, Stokkhólmsháskóla, og Robert Östling, doktorsnemi við Institutionen för lingvistik, Stokkhólmsháskóla

Språkteknologi som verktyg för att utveckla ämnesspråk

Skrivandet och läsandet som bas för lärande har radikalt förändrats för elever och studenter i den digitala tidsåldern. Nya publiceringskanaler, skrivsamarbetsverktyg, sociala verktyg och flera nya textbaserade kommunikationsmedel förändrar verkligheten, inte minst för unga människor som snabbt tar till sig ny teknik. De verktyg som har utvecklats har haft ett stort genomslag genom sin enkelhet och tillgänglighet via en vanlig webbläsare, slående exempel är Facebook, bloggar och Wikipedia.

WIDE-projektet (http://wideproject.wordpress.com/) ägnar sig åt detta område genom att utforska tre forskningsfrågor med målgrupper bestående av sistaårsstudenter på gymnasiet och förstaårsstudenter på universitet. Den första forskningsfrågan handlar om att studera hur de digitala verktygen medierar unga vuxnas skrivande genom att studera praktiskt hur verktygen används, och vilket språk som används när elever skriver i dessa miljöer. Den andra frågan handlar om att ta reda på hur elever och studenter använder digitala verktyg för att utveckla vokabulär, grammatik, idiomatiska uttryck och argumentationsstrategier. Den sista forskningsfrågan handlar om hur framtidens digitala verktyg för användning i skolan och på universitet skall utformas för att stödja elevernas progressiva utveckling både när det gäller språk, ämneskunskaper, argumentation och berättande med hjälp av text, samt hur en mer ändamålsenlig design av verktygen kan öka förståelsen av själva verktygen.

Användningen av språkteknologi kommer att utforskas i projektet framförallt genom ett samarbete med Robert Östling. Östlings arbete går ut på att skapa ett datorprogram som letar efter olika typer av språkliga konstruktioner baserade på idiom-principen (Sinclair, 2004) i en korpus, utforskar deras användning, och skapar en egen "frasordbok". Med statistik och mycket text kan vi komma en bit på vägen mot verktyg som hjälper studenter att utveckla nya register.

Peter Juel Henrichsen, lektor við Handelshøjskolen í Kaupmannahöfn
"Løse forbindelser" og andre faste forbindelser

"En nyttig idiot" er en fast ordforbindelse i dansk, og det samme er "et blakket ry". Derimod er "en blakket idiot" og "et nyttigt ry" bare tilfældige sammenrend af adjektiv og substantiv uden karakter af idiom. For at beherske et sprog er det ikke nok at kunne ordenes grundbetydninger, man må også kende til stil og ordvalg, vide hvilke vendinger der er typiske for det uhøjtidelige talesprog, for det formelle skriftsprog, og for alle stillejerne derimellem. Den islandsk-danske sproghjælp Frasar.net har særligt fokus på idiomer og faste ordforbindelser, til støtte for den professionelle sprogarbejder og til inspiration for enhver med sprogglæde.

Auður Hauksdóttir, dósent í dönsku
Máltæki og frasar á dönsku og íslensku

Að ná tökum á orðaforða er forsenda þess að geta tjáð sig á erlendu máli. Orðaforðinn tekur bæði til einstakra orða og ólíkra tegunda fastra orðasambanda eða frasa svo sem orðtaka, orðastæða, samlíkinga og algengra samskiptafrasa. Það einkennir margar tegundir fastra orðasambanda að samsetning þeirra er ekki fyrirsjáanleg og því verður að læra þau sem heildir. Þegar merking orðasambanda er ekki bein getur merking þeirra verið torskilin. Þegar í hlut eiga skyld tungumál, eins og t.d. danska og íslenska, eru orðasamböndin oft sláandi lík, en í öðrum tilvikum eru þau fjarska ólík. Stundum er yfirborðsmerking þeirra eins eða svipuð en merkingin eigi að síður ólík. Þessir þættir skipta miklu máli fyrir dönskunámið.

Fjallað verður um samanburðarrannsókn á orðtökum og samskiptafrösum á dönsku og íslensku og varpað ljósi á ólíka þætti sem geta valdið íslenskum nemendum erfiðleikum í dönskunámi. Einnig verður máltækið www.frasar.net kynnt og gerð grein fyrir hvernig það getur auðveldað íslenskum nemendum að skilja og nota föst orðasambönd á dönsku. Þá verður gerð grein fyrir hvernig fyrirhugað er að þróa máltækið enn frekar og notkunarmöguleikum þess.

Deila: 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is