LJÓS: 13. og 14. mars 2015 í Aðalbyggingu Háskóla Íslands
Hugvísindaþing 2015 er helgaði ljósi í tilefni af alþjóðlegu ári ljóssins. Á þinginu verður boðið upp á málstofur og fyrirlestra sem tengjast ljósi á ýmsan hátt en sem fyrr er þingið vettvangur fyrir öll svið hugvísinda og því verða málstofur og fyrirlestrar um allt milli himins og jarðar.
Ástráður Eysteinsson, forseti Hugvísindasviðs, setur þingið föstudaginn 13. mars og Þorvarður Árnason heldur í kjölfarið fyrirlestur um ljós sem hann nefnir Dýrðlegar sýnir - nokkrar birtingarmyndir norðurljósanna í máli og myndum, en Þorvarður hefur undanfarna vetur leitast við að fanga norðurljósin á mynd, auk þess að skoða lýsingar á þeim í margvíslegum íslenskum textum. Fyrirlestrinum lýkur með stuttmynd þar sem norðurljósin eru í aðalhlutverki.
Dagskrá:
13. mars
12:30 til 13:00 Setning í Hátíðasal Háskóla Íslands og opnunarfyrirlestur:
Þorvarður Árnason: Dýrðlegar sýnir - nokkrar birtingarmyndir norðurljósanna í máli og myndum - Nánar
13:00-13:15 Hlé, boðið verður upp á hádegissnarl.
13:15-17:15 Málstofur í Aðalbyggingu Háskóla Íslands.
14. mars
10:00-16:30 Málstofur í Aðalbyggingu Háskóla Íslands.
16:30-17:00 Rektorsframbjóðendur sitja fyrir svörum í Hátíðasal Háskóla Íslands.
Léttar veitingar verða í boði að þingi loknu.
Samhliða þinginu heldur Írsk-íslenska rannsóknanetið í minnisfræðum málþing undir yfirskriftinni Vandinn við minnið (The Trouble with Memory). Málþingið, sem fer fram á ensku, er öllum opið. Sjá nánar hér.
Yfirlit dagskrár (GAMALT - GILDIR EKKI LENGUR FYRIR LAUGARDAG)
Málstofur (Athugið vel að tímasetningar breyttust, sjá hér neðst á síðunni)
ATHUGIÐ! ÞINGINU VAR FRESTAÐ VEGNA VEÐURS OG HÓFST KL. 12.00.
Dagskrá:
Málstofur sem áttu að hefjast kl. 10:00, 10:30 eða 11 byrja kl. 12:00.
Málstofur sem áttu að hefjast kl. 13:00 byrja kl. 13:45.
Málstofur sem áttu að hefjast kl. 15:00 byrja kl. 15:30.
Þinginu lýkur með þessu móti kl. 17:00.
Þá verður hátíð!