Hugvísindaþing 2016 verður haldið 11. og 12. mars.

Ritið er tímarit Hugvísindastofnunar og kemur út þrisvar á ári.

Um Hugvísindastofnun

Hugvísindastofnun er rannsóknastofnun sem starfrækt er af Háskóla Íslands og heyrir undir Hugvísindasvið. 

Allir starfsmenn sviðsins eru aðilar að stofnuninni, einnig sérfræðingar og nýdoktorar sem hún veitir aðstöðu og doktorsnemar sviðsins.

Hugvísindastofnun er því miðstöð rannsókna á fræðasviðinu og aðrar rannsóknastofnanir þess og rannsóknastofur starfa innan vébanda hennar.

Hlutverk Hugvísindastofnunar er að fylgja eftir stefnu Hugvísindasviðs um rannsóknir og doktorsnám. Stefnan fyrir árin 2013 til 2018 er aðgengileg hér.

Hugvísindastofnun heldur úti styrkjadagatali með upplýsingum um tækifæri framundan. Sjá hér.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is